Snyrtivörur – Cosmetics/health

Cutrin


Cutrin hárvörurnar er sérstaklega hannaðar fyrir Norrænt hár með Norrænt veðurfar í huga. Bio+ hárvörurnar frá Cutrin bjóða upp á lausnir við ýmsum vandamálum í hári og hársverði eins og exem, flösu, hárlosi, útbrotum, psoriasis og við margvíslegum tilfellum ertingar og kláða í hársverði.

Danielle


Danielle framleiðir mikið úrval af hágæða snyrtitöskum og speglum. Úrvalið af stækkunarspeglum er mikið og er hægt að fá spegla allt upp í 12x stækkun. Einnig bíður Danielle upp á ýmsa fylgihluti eins og rakáhöld og naglasnyritsett.


Eurostil


Eurostil býður upp á fjölbreytt úrval af vönduðum hár- og förðunarvörum. Má þar til dæmis nefna úrval af hárburstum, greiðum, rúllum, hárteygjum, speglum, förðunarsvömpum, hreinsisvömpum og rakburstum.



Fing'rs


Fing´rs er þekkt fyrir gæða gervineglur og handgerð gerviaugnhár ásamt því að bjóða upp á frábært úrval af vörum tengdar naglaumhirðu. Frá Fing´rs er hægt að fá allt til að gera gelneglur heima rétt eins og fagfólkið gerir.


Gentlemens tonic


Gentlemens tonic er herralína fyrir ekta séntilmenni. Línan bíður upp á mikið úrval af rakstursvörurm fyrir herrann ásamt hárvörum, andlitskremum og handáburði. Í línunni eru til einstaklega vandaðar og fallegar gjafaöskjur.



Locatelli


Locatelli hefur framleitt spennur, hárnálar og klips í hæsta gæðaflokki í yfir 100 ár. Þekktu ömmuspennurnar á bleiku spjöldunum.


Nike ilmir


Nike ilmir eru fyrir herra á öllum aldri. Fjölbreytnin er mikill og því geta allir fundið ilm við sitt hæfi. Nike bíður einnig upp á gott úrval af svitalyktaeyði og sturtusápum.

Ole Henriksen


Verðlaunavörur Ole Henriksen eru unnar úr náttúrulegum innihaldsefnum og einkennast af einfaldleika og skemmtilegri litadýrð. Vörurnar hafa ekki bara jákvæð áhrif á húðina heldur ber sérhver vara með sér sérstakan ilm sem gefur umhirðu húðarinnar nýja upplifun.


Parsa


Parsa er með mikið úrval af baðvörum, hárburstum, snyrtitöskum, speglum, förðunaráhöldum og hárskrauti. Parsa er með stóra línu af fallegum gæðavörum og eru til að mynda allir förðunarburstar úr ekta hári.


Piz Buin sólarvörur


Piz Buin er elsta sólarvörnin á markaðnum og brautryðjandi á sviði sólarvarna. Til eru margar gerðir og styrkleikar af Piz Buin sólarvörn og After Sun svo allir geta fundið Piz Buin við sitt hæfi.


Revlon


Revlon augnhár eru nú í boði á Íslandi í samvinnu við Fing´rs. Margar gerðir af flottum gæða augnhárum og lími fyrir augnhár. Hægt er að fá augnhár í pakka með lími eða án, Einnig er hægt að fá sjálflímandi augnhár, þ.e. augnhár sem eru með límborða á svo einstaklega einfalt er að setja þau upp. Revlon augnhárin eru handgerð og hægt er að nota þau aftur og aftur.


SensatioNail


SensatioNail er leiðandi aðili á markaðnum fyrir gel handsnyrtingu sem hægt er að gera heima. LED tæknin frá SensatioNail bíður konum upp á sömu gæði og fæst á naglasnyrtistofum. Gelnaglalökkin fást í mörgum fallegum litum, er einstaklega endingargott og auðvelt í notkun.


Solida


Solida framleiðir vörur fyrir hárið eins og greiðslufyllingar, hárskraut, regnhettur og hárnet ásamt burstum, speglum og margt fleira. Solida bíður einnig upp á ýmiskonar hlífar og net fyrir starfsfólk framleiðslufyrirtækja.




Treffina


Treffina framleiðir mikið úrval af gæða snyrtitöskum og speglum. Þá er einnig hægt að fá ýmsar vörur sem henta vel í snyrtitöskuna fyrir ferðalagið. Frá Treffina eru einnig baðvörur og gjafasett fyrir stóra og smáa.

Trim


Trim er þekkt fyrir gæða áhöld fyrir hand- og fótsnyrtingu. Einnig í boði ýmis áhöld til að móta augabrúnir, til að krulla augnhár og áhöld til förðunar.


Youngblood


Youngblood förðunarlínan er unnin úr náttúrulegum steinefnum. Farðinn er 100% náttúrulegur, olíulaus og án allra kemískra efna. Einstök formúla sem inniheldur hvorki ilm- né rotvarnarefni. Vörurnar eru einstakar fyrir náttúrulegan eiginleika sinn að geta andað í gegnum húðina og henta sérstaklega vel fyrir viðkvæma húð. Farðinn nær að hylja vel og því þarf aðeins lítið magn af farðanum til að hylja t.d. roða og misfellur í húðinni. Fisléttar púðuragnir samlagast húðinn vel og mynda létta og fallega áferð sem helst falleg allan daginn.