Hárvörur – Hair products

-fyrir fagfólkið

Við viljum benda fagfólki á Facebook síðu okkur þar sem hægt að að fylgjast með öllum nýjungum sem ATC hefur upp á að bjóða. Síðuna er hægt að nálgast hér.

.

Andis


Andis framleiðir úrval af gæða hárklippum og skeggsnyrtum fyrir fagfólkið.


Cutrin


Cutrin er eitt af leiðandi vörumerkjum í hárvörum fyrir fagfólk á Norðurlöndunum. Cutrin hárvörurnar eru sérstaklega hannaðar fyrir Norrænt hár og með Norrænt veðurfar í huga.

Estetica – Edizone


Estetica blaðið inniheldur allt það nýjasta og besta í hártískunni ásamt tískustraumum víðsvegar úr heiminum. Reglulega koma einnig út sérblöð/bækur sem fjalla í máli og myndum til dæmis um galagreiðslur, herraklippingar og margt fleira. Einfalt og þægilegt er að vera í áskrift af Estetica blaðinu.


Eurostil


Fjölbreytt úrval af hárvörum fyrir fagfólk. Greiður, burstar, klips, endapappír, bómull, rúllur, spólur og margt fleira.


Joewell - Haaro


Joewell er vel þekkt nafn innan hárgreiðslugeirans um heim allan. Joewell skærin eru hágæða skæri framleidd í Japan úr japönsku gæða stáli. Joewell tryggir hæstu gæði hvað varðar hráefni, brýningu og stillingu. Haaro bíður einnig upp á frábær skæri frá E-kwip, Feather hnífa og blöð í þá og gott úrval af gæða greiðum.


Muk


Viltu fara nýjar leiðir í hárumhirðu? Þá er Muk eitthvað fyrir þig. Muk fer ekki troðnar slóðir og stefnir meðvitað gegn þeim straumum sem önnur hárvörumerki fylgja. Muk vörurnar eru þróaðar og framleiddar á heimsklassa rannsóknarstofum og einungis eru notuð bestu fáanlegu hráefni.


Locatelli


Locatelli hefur framleitt spennur, hárnálar og klips í hæsta gæðaflokki í yfir 100 ár. Vinsælu ömmuspennurnar í bleiku kössunum.


Sim


Sim framleiðir hágæða hárvörur fyrir fagfólkið. Frá Sim kemur til dæmis hin frábæra lína System 4 sem er heilsumeðferð fyrir hár og hársvörð.


Schwarzkopf

Schwarzkopf


Schwarzkopf Professional eru sérhannaðar hársnyrtivörur sem eingöngu eru seldar á hársnyrtistofum.
Varan er framleidd í þýskalandi og á sér yfir 100 ára gamla sögu í þróun og sölu hársnyrtivara.
Þau merki sem við bjóðum upp á frá Schwarzkopf Professional er Igora Royal, BC Bonacure, Essensity, BlondMe, [3D]Men og OSiS+


Paul Mitchell


Paul Mitchell hárvörur eru hágæða hársnyrtivörur sem fást einungis á hársnyrtistofum. Þær eru hannaðar af hársnyrtifólki fyrir hársnyrtifólk og viðskiptavini þeirra og eru vel þekkar um allan heim. Allir finna eitthvað við sitt hæfi þar sem línan inniheldur breitt úrval sjampóa, næringa og mótunarvara.

Solida


Solida framleiðir mikið úrval af hárskrauti, hárfyllingum og hárnetum. Þá býður Solida upp á regnhettur, hárbursta, slár, spegla og margt fleira.

Termix


Termix er með breitt úrval af sterkum gæðaburstum fyrir fagfólk. Einnig bíður Termix upp á litabursta, spreybrúsa, hálsbursta, sléttujárn og margt fleira sem hársnyrtifólk þarf á að halda.


Trend-Design


Trend býður upp á margar gerðir af slám og svuntum fyrir fagfólkið. Slár fyrir litun, klippingu, fyrir stóra sem litla. Vandaðar slár úr gæðaefnum.